Hide

Problem R
Skattaskrattar

Languages en is
/problems/skattaskrattar/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr
Þegar fólk vinnur sér inn laun þá þarf það að borga tekjuskatta af laununum til ríkisins. Til að reikna hversu mikla skatta á að borga þá er laununum skipt upp í mismunandi skattaþrep, sem ríkið gefur út, en á hverju þrepi þarf að borga ákveðna prósentu af laununum sem falla inn á það skattþrep.

Tökum dæmi, og segjum að það séu þrjú skattþrep:

Þrep

Laun

Skattprósenta

$1$

$0$ kr. – $1\, 000$ kr.

$40\% $

$2$

$1\, 000$ kr. – $5\, 000$ kr.

$30\% $

$3$

$5\, 000$ kr. og meira

$50\% $

Gefum okkar svo að manneskja fái $3\, 000$ kr. í laun. Þessi laun falla alveg yfir fyrsta þrepið ($1\, 000$ kr. á því þrepi), og að hluta til yfir annað þrepið ($2\, 000$ kr. á því þrepi). Manneskjan borgar því $40\% $ af fyrstu $1\, 000$ krónunum af laununum, og svo $30\% $ af næstu $2\, 000$ krónunum af laununum. Samtals verða það því $0.4 \cdot 1\, 000 + 0.3 \cdot 2\, 000 = 1\, 000$ krónur sem manneskjan þarf að borga.

Ef manneskjan hefði aftur á móti fengið $5\, 500$ kr. í laun, þá hefðu launin alveg fallið yfir fyrsta þrepið ($1\, 000$ kr. á því þrepi), alveg yfir annað þrepið ($4\, 000$ kr. á því þrepi), og að hluta til yfir þriðja þrepið ($500$ kr. á því þrepi). Samtals verða það því $0.4\cdot 1\, 000 + 0.3 \cdot 4\, 000 + 0.5 \cdot 500 = 1\, 850$ krónur sem manneskjan þarf að borga.

Árið er $3020$, og þó skýjakljúfar standi stoltir um Reykjavík og fljúgandi bílar leggi í svifbílastæði gegn vægu gjaldi, þá er enn í notkun sama skattakerfið. Skattþrepin eru þó orðin aðeins fleiri, eða $n$ talsins. Fyrsta skattþrepið gildir frá $0$ upp í $a_1$ krónur, annað skattþrepið frá $a_1$ upp í $a_2$ krónur, og svo framvegis upp í skattþrep númer $n$ sem gildir frá $a_{n-1}$ krónum og uppúr. Á fyrsta skattþrepinu þarf að borga $p_1\% $ skatta, á öðru skattþrepinu $p_2\% $ skatta, og svo framvegis upp í skattþrep númer $n$ þar sem þarf að borga $p_ n\% $ skatta.

Forseti Íslands hefur verið að íhuga hvernig skattþrepin fyrir árið $3021$ eiga að líta út. Hann er kominn með hugmynd að $m$ skattþrepum, og er þeim lýst eins og að ofan nema að skattþrepin eru táknuð með $b_ i$ í stað $a_ i$, og skattprósenturnar eru táknaðar með $q_ i$ í stað $p_ i$. Ef þessi skattþrep skildu vera notuð á næsta ári, þá hefur Forseti Íslands beðið þig að finna öll þau laun sem hann getur greitt starfsfólki sínu þannig að það borgi jafn mikinn skatt árið $3020$ og $3021$. Laun geta verið hvaða rauntölur sem eru, svo lengi sem þær séu ekki neikvæðar, en skattþrepin eru alltaf jákvæðar heiltölur.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n,m \leq 10^5$), fjöldi skattþrepa árið $3020$ og $3021$.

Næst koma $n$ línur sem tákna skattþrepin árið $3020$. Fyrstu $n - 1$ línurnar innihalda tvær jákvæðar heiltölur $p_ i$ og $a_ i$. Síðan kemur ein lína með einni heiltölu $p_ n$. ($0 < p_ i < 100$ fyrir öll $i$)

Svo koma $m$ línur sem tákna skattþrepin árið $3021$. Fyrstu $m - 1$ línurnar innihalda tvær jákvæðar heiltölur $q_ i$ og $b_ i$. Að lokum kemur ein lína með einni heiltölu $q_ m$. ($0 < q_ i < 100$ fyrir öll $i$)

Skattþrepin eru gefin í hækkandi röð, þ.e. $a_ i < a_{i + 1}$ og $b_ i < b_{i + 1}$, og ekkert skattþrep fer yfir $10^5$ krónur, þ.e. $a_{n-1}, b_{m-1} \leq 10^5$.

Úttak

Úttakið skal innihalda öll þau laun sem borga sama skatt í báðum skattkerfunum, í hækkandi röð. Ef laun $x$ borga sama skatt í báðum skattkerfum er gefið að engin laun á bilinu $[x - 10^{-4}, x + 10^{-4}]$ borgi líka sama skatt í báðum skattkerfum.

Úttakið er talið rétt ef hver tala er annaðhvort nákvæmlega eða hlutfallslega ekki lengra frá réttu svari en $10^{-4}$. Þetta þýðir að það skiptir ekki máli með hversu margra aukastafa nákvæmni tölurnar eru skrifaðar út, svo lengi sem þær er nógu nákvæmar.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

$n,m \leq 10^3$

2

60

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3 2
40 1000
30 5000
50
20 500
80
0.000000000000000
750.000000000000000
Sample Input 2 Sample Output 2
2 3
71 14
42
43 5
6 49
20
0.000000000000000
Sample Input 3 Sample Output 3
5 5
86 874
10 2170
18 5738
99 5891
76
98 497
31 3229
75 7670
58 8394
60
0.000000000000000
605.436363636363581
1577.380952380952294
17815.375000000003638