Hide

Hlaupafmæli

/problems/iceland.hlaupafmaeli/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Hún Gunna litla fæddist 29. febrúar, 2020. Þessi dagur, 29. febrúar, er svolítið sérstakur. Ástæðan er að febrúarmánuður hefur yfirleitt bara 28 daga. Það er bara á sérstökum árum, svokölluðum hlaupárum, sem febrúar inniheldur 29 daga. Þetta því er svolítið einkennilegt fyrir hana Gunnu, sem getur bara haldið uppá afmælisdaginn sinn á hlaupárum.

Ár er hlaupár ef það er deilanlegt með $4$. Einu undantekningarnar á þessu eru ár sem eru deilanleg með $100$, en þau eru ekki hlaupár nema þau séu líka deilanleg með $400$. Þannig eru til dæmis árin 2020, 2024 og 2400 hlaupár, en árin 2022, 2023 og 2100 ekki hlaupár.

Gefið ár, geturðu hjálpað Gunnu litlu að reikna hvaða afmælisdag hún heldur upp á það ár?

Inntak

Inntakið inniheldur eina heiltölu $Y$ ($2\, 021\leq Y\leq 10^{18}$), árið sem Gunna litla spyr um.

Úttak

Skrifið út eina línu með númeri afmælisdagsins sem Gunna litla heldur upp á það ár, eða ‘Neibb’ ef hún heldur ekki upp á afmælisdaginn sinn það ár.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

25

$Y \leq 2\, 400$

2

35

$Y \leq 10^6$

3

40

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
2028
2
Sample Input 2 Sample Output 2
2200
Neibb
Sample Input 3 Sample Output 3
2400
92
Sample Input 4 Sample Output 4
2020202020202020
489898989898500
CPU Time limit 1 second
Memory limit 1024 MB
Author
Bjarki Ágúst Guðmundsson
Source Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2020
License Creative Commons License (cc by-sa)

Please log in to submit a solution to this problem

Log in