Hide

Problem A
Blaðra

Languages en is
/problems/bladra2/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Það sameiginilega við afmæli og forritunarkeppnir eru blöðrurnar. Þú ert mætt(ur) í 20 ára afmæli Forritunarkeppni Framhaldsskólanna. Þar færðu rosalega flotta blöðru.

Ó NEI!

Þú missir tak á blöðrunni og hún flýgur upp. Ef þú finnur langa stöng eða stiga þá geturðu kannski teygt þig í blöðruna og ýtt henni niður.

Blaðran var á hreyfingu þegar þú misstir takið og er hún því með upphafshraðann $v$. Hröðun blöðrunnar er $a$ og þú áætlar að það taki þig $t$ sekúndur að ná í tækin og tólin til að bjarga blöðrunni. Nú þarftu bara að finna vegalengdina $d$ sem blaðran hefur farið. Sem betur fer lærðirðu í skólanum að $d = vt + \frac{1}{2}at^2$. Hvert er gildið á $d$?

Inntak

Inntakið er ein lína og samanstendur af þremur heiltölum $-1\, 000 \leq v \leq 1\, 000$, upphafshraða blöðrunnar, $-1\, 000 \leq a \leq 1\, 000$, hröðun blöðrunnar og $0 \leq t \leq 1\, 000$, tíminn sem blaðran er á hreyfingu.

Úttak

Skrifaðu út eina línu með tölunni $d$. Úttakið er talið rétt ef talan er annaðhvort nákvæmlega eða hlutfallslega ekki lengra frá réttu svari en $10^{-5}$. Þetta þýðir að það skiptir ekki máli með hversu margra aukastafa nákvæmni talan eru skrifuð út, svo lengi sem hún er nógu nákvæm.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
0 3 3
13.500000000
Sample Input 2 Sample Output 2
13 1 6
96.000000000